Aukning á inflúensu B og RS veirusýkingum

Inflúensa hefur færst í aukana síðastliðnar vikur, sem sést á vaxandi fjölda þeirra sem leita til læknis vegna inflúensulíkra einkenna, sjá mynd
Aukning í síðustu viku (viku 6) er aðallega í ungu fólki á aldrinum 10 – 19 ára, sjá mynd 2. Samtímis hefur fjöldi sýna sem kemur á veirufræðideild Landspítala farið vaxandi og er það inflúensa B sem oftast er staðfest. Í síðustu viku var inflúensa B staðfest hjá 22 einstaklingum, vikuna á undan (viku 5) greindust 15 manns með sýkinguna. Enginn hefur greinst með inflúensu A (svínainflúensu) hérlendis síðastliðnar tvær vikur.

Þessi aukning á inflúensu B sýkingum kemur ekki á óvart, sambærilegar fregnir koma frá mörgum löndum Evrópu.Það er vel þekkt að inflúensa B kemurað jöfnumeð nokkurra ára millibil og leggst þá gjarnan á börn og unglinga. Ekki er vitað um alvarleg veikindi af völdum inflúensu B hérlendis það sem af er þessu ári.


Töluverter um RS veiru sýkingar í börnum en samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítala greindist sýkingin á síðastliðnum tveimur,hjá alls 27 börnumsem í flestum tilfellum voru undir tveggja ára aldri.


Nánari upplýsingar um inflúensu í öðrum löndum Evrópu er hægt að nálgast á heimasíðu Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) á slóðinni http://www.ecdc.europa.eu/en/healthtopics/seasonal_influenza/epidemiological_data/pages/weekly_influenza_surveillance_overview.aspx