Aukinn kostnaður ríkis og einstaklinga vegna lokunar sjúkrahúss HSu á Selfossi


Ýmsir hafa óskað eftir upplýsingum um afleiðingar þess, að sjúkrahúsi HSu á Selfossi yrði lokað. Faglegum afleiðingum þess hefur verið lýst í sérstakri samantekt. Varðandi fjárhagslegar afleiðingar er hægt að meta meginstærðir við ákveðna kostnaðarþætti á móti fyrirhuguðum sparnaði. Gróft mat er eftirfarandi:


Fyrirhuguð útgjaldalækkun skv. frumvarpi til fjárlaga 2011 er 412,5 m.kr.


Árlega hafa verið um 1.500 innlagnir á sjúkrahúsi HSu, um 170 fæðingar, auk göngu- og dagdeildarþjónustu.

Sé gert ráð fyrir, að að 1.000 af um 1.500 innlöngum á sjúkrahús HSu verði með sjúkrabíl til Reykjavíkur má gera ráð fyrir að kostnaður við sjúkraflutninga aukist um 50 – 100 m.kr.


Aukin heimahjúkrun gæti kostað amk. um 50 m.kr.


Heimaþjónusta ljósmæðra gæti kostað amk. 10 m.kr.


Aukin þjónusta ljósmæðra á LSH gæti kostað amk. 10 m.kr.


Flytjist um 10.000 legudagar frá HSu á LSH má gera ráð fyrir að það þýði um 500 m.kr. útgjaldaaukningu á LSH. Því til frádráttar gæti komið áður áætlaður aukinn kostnaður við heimahjúkrun, um 50 m.kr.


Gera verður ráð fyrir, að göngu- og dagdeildarþjónusta sérfræðinga flytjist á læknastofur á höfuðborgarsvæðinu. Aukinn kostnaður Sjúkratrygginga Íslands ( SÍ ) vegna þessa yrði um 65 m.kr.


Samtals yrði aukinn kostnaður ríkisins um 635 – 685 m.kr. á móti 412,5 m.kr. fyrirhugaðri útgjaldalækkun.


Aukin útgjöld skjólstæðinga og aðstandenda þeirra gæti orðið eftirfarandi:


Ferðakostnaður, um 10.000 ferðir vegna sérfræðiþjónustu og innlagna, samtals um 100 m.kr.


Aukið vinnutap vegna 8.000 ferða til sérfræðinga á höfuðborgarsvæðinu, samtals um 70 m.kr.