Aukin vaktþjónusta á sjúkrasviði HSu

Frá 1 okt sl. er vaktþjónusta sjúkrasviðs aukin.Frá þeim tíma er alltaf, alla daga ársins,allan sólarhringinn bakvakt eftirtalinna sérfræðinga:
1. Lyflæknis
2. Svæfingarlæknis
3. Skurðlæknis/fæðingarlæknis.

Framvaktinni sinna heilsugæslulæknar að mestu leyti.
Vonast er til að þetta tryggi öruggari þjónustu stofnunarinnar og auki öryggi skjólstæðinga okkar.