Aukin sálfræðiþjónusta á Suðurlandi

Móttökuritarar á Hsu Selfossi taka við beiðnum um áfallahjálp, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið afallahjalp@hsu.is. Tilvísun vegna barna, annarra en þeirra sem þurfa á áfallahjálp að halda, skal senda bréflega til heilsugæslunnar merkt Sálfræðingar Heilsugæslu, Heilbrigðisstofnun Suðurlands v/Árveg, 800 Selfoss. Í tilvísun þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang barnsins, skóli/leikskóli, ástæða tilvísunar, nöfn foreldra og símanúmer (bæði heimasími og vinnusími/gsm). Það skal tekið fram að sálfræðingar Hsu sinna ekki meðferð fyrir fullorðna einstaklinga, þeir sem á slíku þurfa að halda verða að leita sér aðstoðar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á stofu. Hins vegar geta nemendur við Menntaskólann á Laugarvatni og Framhaldsskóla Suðurlands leitað til námsráðgjafa í sínum skóla, en þessir skólar hafa greitt fyrstu þrjá tímana fyrir þá nemendur sem að mati námsráðgjafa þurfa á sálfræðimeðferð að halda.