Aukin lyflæknis- og bráðaþjónusta við HSu Selfossi

Picture1-tiltshift[1]Með ráðningu nýs yfirlæknis í lyflæknum hjá HSu, hefur þjónusta lyflækninga batnað til muna hjá stofnuninni, en nýverið var Björn Magnússon sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum  ráðin yfirlæknir sjúkrasviðs HSu.  Nú starfa þrír sérfræðingar við stofnunina á Selfossi og er einn þeirra sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum, einn í lungnalækningum og einn í hjartalækningum.

 

Til stendur að koma á fót svefnrannsóknum og öndunarfærarannsóknum sem ekki hefur verið gert áður á HSu . Göngudeildarþjónustan fer þannig vaxandi og til bóta fyrir íbúa svæðisins og vonandi kemur það að sama skapi til með að fækka ferðum Sunnlendinga til höfuðborgarsvæðisins.

 

Á göngudeild lyflækninga fer fram göngudeildarþjónusta svo sem áreynslupróf, hjartaómskoðanir, sólarhrings blóðþrýstingsmælingar, Holter (sólarhrings hjartalínurit), öndunarmælingar, speglanir á maga og ristli og væntanlega lungum er líður á vetur. Þá er ótalið allar þær lyfjagjafir sem framkvæmdar eru á göngudeild og bráðadeild með lyfjum til að halda niðri erfiðum langvinnu sjúkdómum, t.d. í liðum eða meltingarfærum svo dæmi sé tekið.

 

Með aukinni starfsemi á göngudeild og bráðamóttöku er það von stofnunarinnar að veita betri þjónustu. Heildarfjöldi í komum á bráðamóttöku stefnir í  1100 til 1500 samskipti í hverjum mánuði .