Ársskýrsla HSu 2005

Stjórnendur HSu ásamt fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis og SASS á kynningarfundi vegna útgáfu Ársskýrslu HSu fyrir árið 2005.

Um starfsemi HSu árið 2005 – fyrsta starfsárið


Ársskýrsla Heilbrigðisstofnunar Suðurlands HSu er komin út.
Í skýrslunni eru upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar en þann 1. september 2004 varð stofnunin formlega til.


Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um 18 000 íbúa á Suðurlandi .
Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, sjúkrahús á Selfossi með 55 sjúkrarúm og Réttargeðdeildina á Sogni með 7 rými. Stofnunin sér einnig um heilbrigðisþjónustu við Fangelsið Litla Hraun en þar eru að jafnaði 80 fangar.


Við stofnunina starfa rúmlega 200 manns og námu launagreiðslur með launatengdum gjöldum um 1,2 milljarði króna á árinu. Um 430 manns voru á launaskrá.


Stærstu útgjaldaliðir aðrir voru aðkeypt sérfræðiþjónusta fyrir um 62 milljónir og
lyf, lækninga og hjúkrunarvörur um 60 milljónir
Tekjur voru um 110 milljónir


Stofnuninni bárust góðar gjafir á árinu og bar þar hæst gjafir Kvenfélags Selfoss að upphæð kr. 750 þús. og Sambands Sunnlenskra kvenna um 600 þús.


Á fæðingadeildinni fæddust 153 börn sem eru aðeins fleiri en á síðasta ári en þá fæddust 147 börn.


Mikil aukning hefur orðið í starfsemi á heilsugæslusviði og verður starfsfólk mjög vart við þá miklu fólksfjölgun sem hefur orðið á svæðinu.


Heldur fækkaði innlögnum á sjúkrarhúsið en sjúklingar þurftu að liggja lengur og má vafalaust rekja það til skorts á hjúkrunar- og / eða dvalarrýmum á svæðinu. Legudögum fjölgaði um 1100 og voru samtals 19600.Innlagnir voru færri eða 2900 og fækkaði um 100 sjúklinga milli ára.


Á rannsóknastofu fjölgaði rannsóknum um 20% milli ára en rannsóknastofan framkvæmir um 95% af öllum þeim rannsóknum sem beðið er um.


Í lok ársins 2005 var tekið í notkun stafrænt myndgreiningarkerfi fyrir röntgenmyndir. Það felur í sér að röntgenmyndir teknar á Selfossi, eru sendar rafrænt gegnum tölvu til úrlestrar á Landspítala háskólasjúkrahúsi en svörin eru skrifuð á HSu. Með þessari tækni fellur niður notkun á röntgenfilmum.


HSu yfirtók sjúkraflutninga í lok ársins 2005 en mikil aukning hefur orðið á sjúkraflutningum það sem af er þessu ári. Um helmingur flutninganna er á sjúklingum sem fluttir eru til Selfoss og hinn helmingurinn á sjúklingum sem flytja þarf á LSH í Reykjavík.


Hér má nálgast skýrsluna á pdf formi: Ársskýrsla 2005