Ársskýrsla HSS 2004

Síðasta Ársskýrsla Heilbrigðisstofnunarinnar Selfossi er komin út. Framvegis verður skýrslan undir merkjum HSu. Hér eru nokkrir fróðleiksmolar úr starfseminni en skýrsluna er hægt að nálgast hér á vefnum (Sjá:Um HSu – Ársskýrslur).Á árinu 2004 :

var íbúafjöldi á þjónustusvæði sjúkrahússins um 17600


innrituðust um 3000 sjúklingar á sjúkrahúsið


voru legudagar á sjúkrahúsinu um 18500


var nýtingin á Réttargeðdeildinni á Sogni yfir 100%


var íbúafjöldi á þjónustusvæði heilsugæslunnar rúmlega 7000


voru samskipti á heilsugæslustöð um 70200


voru gerðar um 63 500 blóð– og þvagrannsóknir


voru gerðar um 5300 ómskoðanir og röntgenrannsóknir


voru gerðar rúmlega 1500 skoðanir í mæðravernd og 460 sónarskoðanir


fæddust 147 börn


voru samskipti heimahjúkrunar við sjúklinga um 3400


voru gerðar tæplega 950 skurðaðgerðir


voru gerðar um 350 blöðru-, maga– og ristilspeglanir


voru um 1700 komur til háls-, nef– og eyrnalæknis


lækkaði lyfjakostnaður úr 33 í 26,7 milljónir


fóru sjúkraflutningamenn HSS í 250 ferðir með sjúklinga


voru um 330 á launaskrá hjá HSS og Sogni


framreiddi eldhúsið 70000 máltíðir


voru þvegin rúmlega 113 tonn af þvotti