Ársfundur HSu verður haldinn 22. okt. nk.

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands árið 2008 verður haldinn miðvikudaginn 22. október  kl. 14 – 16.  Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi, í fundarsal á 2. hæð, suðursalur.  Fundurinn er opinn fyrir starfsfólk HSu, alþingismenn Suðurkjördæmis og fulltrúa sveitarfélaga.  


Starfsmenn er hvattir til að mæta og kynna sér það sem efst er á baugi í málefnum HSu.  Vakin er athygli á, að ársskýrsluna verður að finna á heimasíðu HSu fyrir fundinn, www.hsu.is


 

Dagskrá:


1. Ávarp.  Magnús Skúlason, forstjóri.


2. Ársskýrsla 2007, kynning á starfsemi.  Esther Óskarsdóttir.


3. Ný löggjöf um heilbrigðisþjónstu.  Sigurður Guðmundsson, landlæknir.


4. Jarðskjálftarnir 29. maí,  Hlutverk HSu, áfallahjálp ofl.   Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur.


5. Ávörp.