Ár frá því framkvæmdir hófust við nýbygginguna

Nú er rúmlega 1 ár liðið síðan framkvæmdir hófust við nýbyggingu HSu á Selfossi. Að sögn Erlings Ingvarssonar, verkfræðings hjá Verkfræðistofu Suðurlands, þá er uppsteypa hússins í fullum gangi en er talsvert á eftir verkáætlun (ca 2-3 mánuðir).Aðalbygging er á því stigi að búið er að steypa ca. 60% af veggjum 2. hæðar (efstu hæðar).  Byrjað er að setja klæðningarkerfi utan á útveggi og er burðargrind komin vel af stað svo og sem og vinna við að rétta af hurða- og gluggagöt með múr. Búið er að gustloka kjallara, bráðabyrgðalýsing er komin og inntök vatns- og hitaveitu eru komin inn í kjallara. 
Í tengibyggingu er búið að steypa undirstöður, veggi lagnakjallara og kjallaraplötu.
Það sem tafði uppsteypu hússins í sumar var fyrst og fremst mannekla og sérlega erfið járnbending(tveir járnaflokkar hafa gefist upp og horfið frá verkinu).  Í óktóber urðu nokkrar tafir af óhagstæðu veðurfari. Verktaki hefur þó lýst því yfir að verktími sé rúmur og verklok verði á umsömdum tíma.