Annríki á heilsugæslustöðvum

Mikið annríki hefur verið á heilsugæslustöðvum HSu undanfarnar vikur. Bólusettir hafa verið 3200 Sunnlendingar. Fyrstir til að fá bólusetniningu gegn svínainflúensu voru starfsmenn heilbrigðisstofnana. Einnig voru í forgangi ófrískar konur og sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Þeir sem tilheyra þeim hópum og ekki hafa fengið bólusetningu eru hvattir til að panta sér tíma sem fyrst.


Sóttvarnalæknir Suðurlands, Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSu hvetur fólk til þess að láta bólusetja sig, þannig er hægt að hefta útbreiðslu sýkingarinnar.


Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að ekki þurfi að greiða fyrir bólusetninguna.


Frá og með 16. nóvember getur almenningur byrjað að pantað tíma. Bóluefnið kemur eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi og efir því er bókað í tíma. Athugið að það er nauðsynlegt er að panta tíma.