Annie B. Sigfúsdóttir komin aftur til starfa

Annie B. Sigfúsdóttir, sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, er komin aftur til starfa hjá HSu eftir að hafa verið í fæðingarorlofi.

 

Hún er sérfræðimenntuð frá Akademska sjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð og kom þaðan beint til starfa á HSu í lok árs 2010.

 

Hún er með móttöku sérfræðilæknis og aðgerðir á skurðstofu og eru tímapantanir í afgreiðslu í síma 480-5100.