Anna Guðríður Gunnarsdóttir hlaut styrk úr Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga

Anna Guðríður Gunnarsdóttir, MSc. hjúkrunarfræðingur  og  verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar á heilsugæslustöð Selfoss, hlaut styrk að upphæð 300 þúsund krónur í tengslum við rannsókn sína, Könnun á eðli og árangri hefðbundinnar hjúkrunarmeðferðar við óværð ungra barna.

 

Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig hefðbundin hjúkrunarmeðferð óværðra ungbarna er framkvæmd og skráð annars vegar og hins vegar hvernig meðferðin virkar á hrynjanda og reglu í hegðun ungbarnsins og líðan (foreldrastreitu, kvíða- og þunglyndiseinkenni) foreldra.