Andlátsfregn

Hallgrímur Magnússon minniHallgrímur Þ. Magnússon svæfingalæknir og heimilislæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands er látinn.

Hann lést í um­ferðarslysi á Bisk­upstungna­braut í gær, þann 21. apríl 2015, en hann var búsettur í Reyk­holti í Bisk­upstung­um. Hann var fæddur árið 1949 og lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og níu barnabörn.  

 

Hallgrímur starfaði á Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá árinu 2003 sem yfirlæknir á handlækningadeild og síðar sem heilsugæslulæknir í Hveragerði frá árinu 2007. Samhliða starfi sínu sem heilsugæslulæknir starfaði Hallgrímur sem svæfingalæknir á skurðstofunni á Selfossi.

 

Við samstarfsfólk Hallgríms minnumst hans fyrir að það var alltaf hægt að leita til hans. Hann var ávallt reiðubúinn að aðstoða og hjálpa samstarfsfólki sínu og sjúklingum. Hann var hrókur alls fagnaðar og vinsæll með samstarfsmanna. Sjúklingar sóttust eftir því að leita til hans og hann var óhræddur að taka upp nýjungar og fylgjast með því sem var að gerast í vísindum og nýrri þekkingu í heilbrigðisgeiranum. 

Fyrir hönd starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vottum við fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Stórt skarð er skilið eftir í starfshópi okkar við fráfall Hallgríms og við syrgjum hann öll. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og við biðjum Guð að blessa minningu Hallgríms.

 

Fyrir okkar hönd,

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.