Ánægður kvensjúkdómalæknir á Selfossi

Robert Gardocki pólski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn sem var í vinnu á fæðinga- og kvensjúkdómadeild HSu nú í október segir í viðtali við Fréttablaðið í gær að það sem hann hafi helst veitt athygli á Íslandi sé heilbrigt samfélag, hér séu ekki eins margir sjúkdómar og í Póllandi. Hann telur að hlutur fisks í fæðu okkar sé lykilatriði en einnig lífsstíllinn og umhverfið.  Hann telur að fólk vinni ekki eins langan vinnudag hér og venjan er í Póllandi.New Cell New Cell
Hann hefur orðið var við streitueinkenni hjá pólskum konum sem búið hafa stutt á Íslandi og er það svipað og í hans heimalandi. Það er því munur á heilsufari pólskra kvenna eftir því hve lengi þær hafa búið hér og þær sem hafa dvalið stutt hér á landi eiga við svipuð heilsufarsvandamál að stríða og þekkjast í Póllandi. Hann segir fleiri fylgikvilla á meðgöngu hjá konum í Póllandi en þekkist hér.
Róbert var ánægður með dvölina á Selfossi og vonast til þess að fjölskylda hans komi með honum hingað.