Ályktun Starfsmannafélags HSu

Aðalfundur Starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Suðurlands haldinn á Selfossi þriðjudaginn 23. febrúar s.l. harmar þann niðurskurð sem verið hefur og væntanlegur er á fjárveitingum til stofnunarinnar.


Fundurinn lýsir yfir áhyggjum sínum á að stofnunin geti ekki staðið undir starfsemi sinni og komi þá til uppsagna starfsfólks.

Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands harmar þann mikla niðurskurð sem stofnuninni hefur verið gert að sæta annað ári í röð. Fundurinn lýsir verulegum áhyggjum yfir starfssemi stofnunarinnar og alveg ljóst að svo gríðarlegur niðurskurður ár eftir ár kemur til með að hafa veruleg áhrif á þjónustu við íbúa á svæðinu og aukið álag á starfsfólk.
Fundur bendir jafnframt á að skjólstæðingar á svæðinu þurfa á þjónustunni að halda og því er hér um tilflutning á fjármagni og vinnuafli til höfuðborgarsvæðisins að ræða. Íbúar svæðisins þurfa einnig að taka á sig aukna kostnaðarhlutdeild í þjónustunni umfram íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn lýsir áhyggjum yfir að stofnunin geti ekki staðið undir starfsemi sinni og til komi uppsagnir á starfsfólki.


Starfsmannafélag Heilbrigðisstofnunar Suðurlands skorar á Heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld að endurskoða ákvörðun sína í ljósi þess að öryggi íbúa á svæðinu skerðist og sú fagþekking sem til staðar er hverfi ekki af svæðinu.


Stjórn Starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Suðurlands