Ályktun Kvenfélags Selfoss

Ályktun félagsfundar Kvenfélags Selfoss um niðurskurð á þjónustu sjúkrahússins á Selfossi.Félagsfundur Kvenfélags Selfoss haldinn 12. október 2010 mótmælir harðlega boðuðum niðurskurði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011.

Þjónusta Sjúkrahússins á Selfossi nær til um 20.000 manns allt frá Kirkjubæjarklaustri til Þorlákshafnar og telur félagið verulega vegið að öryggi þeirra. Niðurskurðurinn er aðför að sunnlensku samfélagi. Auk þess munu um 70 manns, að mestum hluta konur, missa vinnuna verði niðurskurðurinn að veruleika. Kvenfélag Selfoss bendir einnig á að ekki hafa verið færð rök fyrir því að þessi niðurskurður leiði til sparnaðar ríkisútgjalda.


Kvenfélagið skorar á Alþingi að falla frá þessum skerðingaráformum sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu og styðja Sunnlendinga í að halda þeirri þjónustu Sjúkrahúss Suðurlands, sem hefur verið byggð upp af miklum myndarskap og með öflugum stuðningi kvenfélaga og fleiri félagasamtaka á Suðurlandi.