Ályktun fundar samráðsnefndar

Samráðsnefnd heilbrigðisumdæmis Suðurlands hélt fund með rekstraraðilum hjúkrunarheimila í umdæminu 14. apríl sl. Á fundinum var fjallað um vistunarmat á hjúkrunarheimilum, fækkun hjúkrunar- og dvalarrýma, biðlista ofl. Ennfremur var kynnt athugun um lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

 

Ályktun fundar samráðsnefndar heilbrigðisumdæmis Suðurlands

 

Fundurinn vill koma á framfæri því ófremdarástandi sem ríkir í umdæminu vegna fjölda mikið veikra einstaklinga á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Á sama tíma og þörf íbúa eftir hjúkrunarrýmum eykst þá er niðurskurður á hjúkrunarrýmum á svæðinu. Vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum undanfarið hefur sjúkrarúmum verið lokað, hjúkrunarrýmum verið fækkað, hvíldarrýmum verið fækkað og heimahjúkrun verið skert, skal því engan undra þótt þörf fyrir hjúkrunarrými aukist. Nú eru 27 einstaklingar í bið eftir hjúkrunarýmum í umdæminu og er megin þorri þeirra í mjög brýnni þörf.Er það krafa fundarins að Ríkisstjórnin og Alþingi Íslendinga sameinist um að leysa þann brýna vanda sem upp er kominn.

 

Samráðsnefnd heilbrigðisumdæmis

 

Suðurlands