Alvarleg coronaveirusýking í Bretlandi

Sóttvarnalæknir vill koma á framfæri nokkrum upplýsingum er varða fréttaflutning undanfarna daga varðandi tvö tilfelli sem greinst hafa með nýja tegund coronaveirusýkingar.

 

 

Ástæða þess að áhyggjur hafa vaknað af þessum tveimur tilfellum er sú að hér gæti verið í uppsiglingu nýr SARS /HABL faraldur eins og sá sem réði um 800 manns bana á árinu 2003.

 

Þessir tveir einstaklingar veiktust báðir í Sádi Arabíu/Katar en engar tilkynningar um faraldur hafa borist frá þessum stöðum.

 

Sjúkdómseinkenni þessara einstakling voru: alvarleg öndunarfæraeinkenni með öndunarbilun ásamt nýrnabilun

 

Engin merki eru um frekara smit og jafnvel talið að þessir einstaklingar hafi smitast af dýrum

 

Engin ástæða er til sértækra aðgerða hér á landi að svo stöddu

 

Læknar sem sjá sjúklinga sem eru með alvarlega öndunarsýkingu og hafa verið á ferðalagi í Sádi Arabíu eða Katar á síðustu 1-2 vikum ættu að hafa samband við vakthafandi smitsjúkdómalækni á Landspítala um frekari aðgerðir.