Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí

Í tilefni 12.maí alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga ætlum við hjá Suðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt hjúkrunar-og ljósmæðraráði HSu. að bjóða uppá nokkra fyrirlestra flutta af hjúkrunarfræðingum og ljósmóður. 
Fyrirlestrarnir verða haldnir í fundarsal HSu. í nýbyggingu kl: 14-16. 12.maí.

Dagskrá:


Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir Hjúkrun aldraðra, Uppnám/agitation hjá einstaklingum með heilabilun  
Anna Guðríður Gunnarsdóttir Heilsugæsla, Fæðingarþunglyndi og afleiðingar, hvernig getum við hjálpað? 
Sigrún Kristjánsdóttir Fæðingardeild, Fæðingarþjónusta í heimabyggð 
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir Hand-og lyflæknisdeild, Kynning á meistaraverkefni. Lungnasjúkdómar, umönnun og sjálfshjálp


Fyrirlestrarnir eru öllum opnir   
Verið velkomin.