Almenn ungbarnabólusetning gegn pneumókokkum

 Almenn ungbarnabólusetning gegn pneumókokkum hefst hér á landi 11. apríl á þessu ári. Bólusett verður með bóluefninu Synflorix® sem framleitt er af GSK þar til niðurstaða útboðs liggur fyrir síðar á þessu ári. Börn sem fæðast á árinu 2011 og síðar verða bólusett 3, 5 og 12 mánaða gömul samhliða öðrum ungbarnabólusetningum. Börn fædd fyrir árið 2011 falla ekki undir almenna bólusetningu gegn pneumókokkum, en foreldrar þeirra eiga þó kost á að láta bólusetja börn sín en þurfa sjálfir að standa straum af kostnaði bóluefnisins. Bóluefnið má gefa samtímis öllum öðrum bóluefnum en ekki í sama útlim.
Heilsugæslustöðvar eru beðnar um að panta í aprílmánuði einungis áætlað magn fyrir börn sem fædd voru í janúar og febrúar 2011 þar sem takmarkað magn bóluefnis verður til ráðstöfunar þar til niðurstaða útboðs liggur fyrir. Í maí verður hægt að panta magn fyrir börn fædd í mars 2011.
Synflorix bóluefni er afgreitt af Distica.