Almannavarnarfundur á HSU

hsuÞann 14. mars fékk HSU heimsókn frá Almannavörnum, Lögreglustjóraembætti Suðurlands og Brunavörnum Árnessýslu. Tilgangurinn var að halda fræðslufund á HSU um aðgerðastjórnun viðbragðaaðila í almannavarnaástandi á Suðurlandi.  Farið var yfir þau sameiginlegu mál sem stofnanirnar standa frammi fyrir vegna sívaxandi fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum og vaxandi hættu á bílslysum eða öðrum alvarlegum slysum við þekkta ferðamannastaði.  Nú þegar mæðir mikið á HSU vegna þessa t.d. á bráðamóttöku á Selfossi og í sjúkraflutningum í umdæminu öllu, þar sem ferðamannafjöldinn var yfir ein milljón manna á Suðurlandi á liðnu ári.