Álag á læknavakt vegna kvefpestar

Tilkynning frá lækningaforstjóra HSu.Þessa vikuna hefur verið að ganga kvefpest með nefkvefi, hósta og hitavellu. Flestir ráða við sýkilinn án aðstoðar á nokkrum dögum. Sjaldnast er ástæða að leita læknis, en ef einkenni dragast á langinn eða ef einkennni eru mjög mikil er rétt að vera í sambandi við heimilislækninn. Þetta hefur valdið óvenju miklu álagi á læknavaktina þessa vikuna umfram það sem verið hefur vikurnar áður. Þannig er þetta oft er skólar hefja starfsemi sína og sumarfríum lýkur.

Þess ber að geta að einkenni þessarar kvefpestar eru ekki eins og inflúensu en þá er hár hiti, höfuðverkur og beinverkir allsráðandi en kvefeinkennin minni.