Áheitaganga til styrktar nýrri göngudeild lyflækninga á HSU

ÁheitagangaNú styttist í að Björn Magnússon yfirlæknir lyflækningadeildar HSu og hans fylgdarmenn hefji áheitagönguna sína.  Þeir félagar ætla að ganga rúma 200 km um hálendið til styrktar nýrri göngudeild lyflækninga við HSu.

 

Þeir félagar áformuðu að ganga frá Nýjadal, Bárðargötuna og þaðan niður með Langasjó , síðan yfir í Landmannalaugar  og eftir það Laugaveginn í Þórsmörk (líklega yfir 200 km). Markmiðið er að ljúka þessu á tæpri viku.  Ferðaplanið tekur að öllum líkindum miklum breytingum og verður vestar en áætlað var, enda ár í sífelldri breytingu og eldstöðvar á láta minna á sig.

 

Á nýju göngudeildinni er hugmyndin er að þar verði sinnt flókinni lyfjagjöf, blóðgjöfum og annarri meðferð vegna krabbameina, gigtsjúkdóma og annarra erfiðra lyflæknisvandamála. Þá er fyrirhugað að þarna fari fram blóðskilun vegna langvinnrar nýrnabilunar og er þegar áformað að koma fyrir á göngudeildinni tveimur blóðskiljum. Blóðskilunin og krabbameinsmeðferðin fer fram í náinni samvinnu við sérfræðinga frá Landsspítala. Göngudeildin mun gjörbreyta aðstöðu til meðferðar alvarlegra lyflæknisvandamála við stofnunina hér og spara skjólstæðingum okkar ótaldar ferðir og eftirlit á Landsspítala

 

Öllum er frjálst að styrkja þá félaga og þeim sem hafa hug á að styrkja málefnið er bent á að greiða inná bankareikn: 0152-15-371096  kt. 511297-3039. 

 

Hér er linkur inná frétt um gönguna á mbl.is  einnig er viðtal við Björn Magnússon á Bylgjunni í þættinum Í býtið