Áfram vaktþjónusta á skurðstofu HSu

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra boðaði starfsfólk HSu til fundar í gær þar sem hann kynnti að fallið hefði verið frá þeim hugmyndum að leggja niður vaktþjónustu á skurðdeild sjúkrahússins. Undanfarnar vikur hefur nefnd sú sem ráðherra skipaði verið að störfum og farið yfir stöðu stofnunarinnar. Niðurstaðan varð sú að komist verður hjá því að skerða fæðingar- og skurðþjónustuna sem verður þá óbreytt frá því sem nú er a.m.k. út árið 2009.