Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

SameiningUpp eru komin áform um að fara í frekari sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi.  Samkvæmt vísun í lög um heilbrigðisþjónustu og reglugerð um heilbrigðisumdæmi, getur ráðherra ákveðið sameiningar með reglugerð, en þó í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Markmið sameininga er ein heilbrigðisstofnun í hverju heilbrigðisumdæmi og ennþá vantar þó nokkuð uppá að það hafi náðst. Meginávinningur sameiningar er talinn verða styrkari stjórn og aukið sjálfstæði stofnana, hagkvæmni og betri, öruggari og sveigjanlegri þjónusta við íbúana, ekki síst á jaðarbyggðum. Til að þessi markmið náist hefur núverandi heilbrigðisráðherra áform um að ljúka vinnu við sameiningar heilbrigðisstofnana og verður þar haft að leiðarljósi að hagkvæmni, gæði og öryggi þjónustunnar verði tryggð og jafn aðgangur íbúa að henni.

 

Á Suðurlandi er áformað að sameina Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.

 

Gert er ráð fyrir að sameinuð heilbrigðisstofnun í heilbrigðisumdæmi Suðurlands taki við samningsskyldum samkv. samningi við Sveitarfélagið Hornafjörð um rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.

 

Nánar má sjá um þetta í bréfi frá Velferðarráðuneytinu hér