Áfallahjálp fyrir íbúa á skjálftasvæðum

Þann 30. júní nk. verður áfallahjálp og eftirfylgd flutt frá Þjónustumiðstöðvum og inn á heilsugæslustöðvarnar í Hveragerði og á Selfossi. Þar verður boðið upp á frekari sálræna úrvinnslu fyrir þá sem þess þurfa.


Ítrekað er að þjónustan er í boði fyrir íbúa á öllu skjálftasvæðinu, og þar með talið þá sem enn stríða við eftirköst vegna skjálftanna árið 2000. Þeir sem óska eftir viðtali við sálfræðing er bent á að hringja í síma 480-5114 á milli kl. 8:00 og 18:00 á virkum dögum. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið afallahjalp@hsu.is  og gefa upp símanúmer og haft verður samband við viðkomandi.