Aðstandendadagur Foss- og Ljósheima

img_9721Þann 20. nóvember sl. var haldinn aðstandendadagur Foss- og Ljósheima, en aðstandendadagur er fastur liður í starfsemi vinafélags deildanna. Deildirnar eru á tveim hæðum og var eitthvað í gangi á báðum deildum og dagskráratriðin færðust á milli hæða. 

Deildarstjóri Foss- og Ljósheima, Guðlaug Einarsdóttir fór yfir breytirnar sem hafa orðið á starfssemi deildanna síðustu misseri, Þóra Grétarsdóttir las jólasögu og síðan léku og sungu Logabræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir nokkur vel þekkt og skemmtileg lög. Stjórn vinafélagsins sá um allar veitingar og fengu afnot af Eldhúsi HSU til þess.

Aðstandendadagurinn tóks sérlega vel og var almenn ánægja með hann. Mæting var einnig mjög góð, en tölvert á annað hundrað manns mættu.

Vinafélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn til að gera daginn mögulegann.

 

img_9729 img_9734img_9724