Aðstandendadagur á Ljósheimum

Vinafélag Ljósheima – hjúkrunardeildar HSu á Selfossi, gekkst fyrir aðstandendadegi þann 11. júní sl. Mikil og góð þáttaka var því um 60 manns mættu. Formaður vinafélagsins Sigurður Jónsson bauð gesti velkomna og þakkaði sérstaklega konum í Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps fyrir gjöf sem þær færðu félaginu.
Heiðmar Jónsson stjórnaði fjöldasöng, Sigurður Sigurðsson, dýralæknir og félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni flutti kveðskap, rímur, stemmur og sagði sögur. Kaffiveitingar voru í boði vinafélagsins sem stjórnarkonur höfðu veg og vanda af.
Þetta var mjög ánægjuleg og skemmtileg stund sem heimilisfólkið á Ljósheimum átti þarna með sínum aðstandendum.
Þess má einnig geta að stjórn vinafélagsins hefur gróðursett blóm og hreinsaði til á lóðinni við húsið en þar sitja heimilismenn gjarnan þegar vel viðrar.
Stjórnarmenn í vinafélaginu eru mjög áhugasamir og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir þeirra framtak.