Aðstandendadagur á Ljósheimum og Fossheimum 18. nóv. kl. 14:00

 

Sunnudaginn 18. nóv.  2012  verður aðstandendadagur á Ljósheimum og á Fossheimum.

 

Dagskráin verður í léttum dúr. Þorvaldur Halldórsson mun spila og syngja fyrir okkur og Bjarni Harðarson lesa upp úr nýju bókinni sinni – Mensalder.    Að venju verða veitingar í boði félagsins.

 

Aðstandendadagarnir eru samstarfsverkefni starfsfólks og Vinafélags Ljósheima og Fossheima.

Þessir dagar hafa verið fastur liður í starfsemi vinafélagsins.

 

Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og félögum í Vinafélaginu.

 

 

Stjórn Vinafélags Ljósheima og Fossheima.