Aðstandendadagur á hjúkrunardeildum HSu

Sunnudaginn 11. okt. 2009 verður aðstandendadagur á Fossheimum og á Ljósheimum.
Á dagskránni verður skemmtiefni með hinni einu og sönnu Hjördísi Geirsdóttur frá Byggðarhorni. Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á kaffi og gott meðlæti. Aðstandendadagarnir eru samstarfsverkefni starfsfólks og Vinafélags Ljósheima og Fossheima. Þessir dagar hafa verið fastur liður í starfsemi vinafélagsins.

Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og stjórnarmönnum í Vinafélaginu.