Aðstandendadagur á hjúkrunardeildum 21. nóv.

Sunnudaginn 21. nóv. 2010 verður aðstandendadagur á Fossheimum og á Ljósheimum og hefst dagskráin kl.14 á báðum deildum.Dagskráin verður í léttum dúr með gítarleik og söng sem hin sívinsæla Hjördís Geirsdóttir mun sjá um ásamt nokkrum frænkum. Einnig mun Þóra Grétarsdóttir lesa jólasögu. Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á kaffi og gott meðlæti. Aðstandendadagarnir eru samstarfsverkefni starfsfólks og Vinafélags Ljósheima og Fossheima. Þessir dagar hafa verið fastur liður í starfsemi vinafélagsins.
Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og stjórnarmönnum í Vinafélaginu.