Aðstandendadagur á Foss- og Ljósheimum 22. nóv. 2015 – kl. 14:00

banner_2Sunnudaginn 22. nóv. 2015, kl. 14:00,  verður aðstandendadagur á Fossheimum og á Ljósheimum.

 

Dagskráin verður í léttum dúr.

Sr. Guðbjörg Arnardóttir verður með kynningu og bræðurnir Svanur, Þröstur og Guðmundur Ingvarssynir verða með gítarspil og söng.

Að venju verða veitingar í boði félagsins.

Komið og eigið notalega stund með aðstandendum, vinum, starfsmönnum og félögum í Vinafélaginu.

Stjórnin.