Vinafélagið hefur verið starfrækt í 12 ár, í nánu samstarfi við stjórnendur hjúkrunardeilda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Markmiðið er að auka tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólks hjúkrunardeildanna og standa vörð um aðbúnað fólks á deildunum. Einnig er lögð áhersla á að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og áhersluþætti sem snúa að eldra fólki. Allar ákvarðanir félagsins um tómstunda- og afþreyingarmál eru teknar í samráði við stjórnendur deildanna á Ljósheimum og Fossheimum.
Aðalfundur Vinafélags Ljósheima og Fossheima verður haldinn sunnudaginn 10. apríl 2016 á hjúkrunardeild Fossheima v/Árveg kl. 14:00.
Hér er hægt að lesa: Ársskýrsla vinafélagsins 2015