Ábending til skjólstæðinga HSU

Starfsfólk HSU vill beina þeim upplýsingum til skjólstæðinga sinna að nú er hægt að bóka tíma í sýnatöku í gegnum nýja síðu Travel.covid.is

Þar geta allir, íslendingar sem og ferðamenn, bókað sig í sýnatöku og fengið vottorðið send í sms-i þegar niðurstaða liggur fyrir.

Á travel-covid síðunni kemur val um einn sýnatökustað, en það er hægt að nota strikamerkið á öðrum stöðum, þar sem sýnataka fer fram.

Þetta er eingöngu vegna Covid PCR prófa og vottorða vegna ferðalaga

Þeir sem þurfa vottorð í pappír með undirskrift og stimpli

  • geta leitað á HSU.
  • geta leitað á læknavaktina í Reykjavík.

 

Opið verður í Covid sýnatökur um páskana á HSU sem hér segir:

Staður:

1. apr.

2. apr.

3. apr.

4. apr.

5. apr

Selfoss

Lokað

Lokað

 9:00-9:30

Lokað

Lokað

Höfn

10:00 -10:30

Lokað

Lokað

Lokað

8:30-9:30

Vestmannaeyjar

Lokað

Lokað

10:45-11:15

Lokað

Lokað

 

Einnig viljum við ítreka að EKKI koma á stofnunina ef þú

  • ert með flensulík einkenni eða kvef
  • ert í einangrun eða sóttkví
  • ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  • varst erlendis fyrir minna en 14 dögum

Minnum á að bólusettur einstaklingur getur fengið einkenni og smitað og þarf að koma í sýntöku ef einkenni koma upp.

 

SÍMI VAKTÞJÓNUSTU LÆKNA OG HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á HSU ER 1700

Í NEYÐARTILVIKUM HRINGIÐ Í 112

-Ef um slys eða alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf.

 

 

Óskum öllum gleðilegra og covidlausra páska