Aðkoma að HSu – sýnum tillitsemi

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Árvegi framan við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og er gatan lokuð.  Aðkoma að HSu er þó ekki lokuð, því opið er inná bílaplan ef komið er vestanmegin að stofnuninni.  Um leið og hlutaðeigendur eru áminntir um að fara varlega og beðnir afsökunar á þessari röskun og eru þeir beðnir um að sýna starfsmönnum verktaka tillitsemi og skilning á þeirra starfi.