Starfsemisupplýsingar HSU, janúar til júní 2022

Starfsemistölur HSU verða nú gerðar aðgengilegar með reglulegum tilkynningum á heimasíðu stofnunarinnar.

Tölulegar upplýsingar frá starfseminni verða settar fram á myndrænan hátt.

 

Starfsemistölur HSU fyrir janúar til júní 2022

 

Helstu starfsemistölur eru þær að fjöldi dvalardaga á sjúkradeildum stofnunarinnar á tímabilinu janúar til júní fyrir árið 2022 eru 7.499 og er meðalfjöldi legudaga 15.2.

Flestir sjúklingar eru lagðir inn í bráðainnlögn og eru bráðainnlagnir 49,8% af innlögnum.

Rúmanýting á sjúkradeildum er 86,3%.

 

Á HSU eru 76 hjúkrunarrými.  55 einstaklingar eru komnir með færni- og heilsumat og bíða eftir hjúkrunarplássi á HSU.

 

2.470 einstaklingar hafa leitað á göngudeild á tímabilinu.

 

Heildarfjöldi fæðinga á tímabilinu eru 27 og er það -42.6% breyting frá fyrra ári.

 

Á bráðamóttökunni hafa 5.399 einstaklingar leitað þjónustu í 9.013 komum samanborið við 4.762 einstaklinga á sama tíma í fyrra í 7.360 komum.

 

Fjöldi skráðra á heilsugæslur HSU eru 30.919 og hefur þeim fjölgað um 1.233 frá fyrra ári.

Heilsugæslur á HSU hafa tekið á móti 23.358 einstaklingum og á hver einstaklingur um 5.3 samskipti að meðaltali.

 

Sjúkraflutningum fjölgaði um 436 og voru 2.427. 16,3% þeirra flutinga voru í forgangi 1.