Í dag, þann 5. maí er Alþjóðlegur dagur ljósmæðra en hann hefur verið haldinn þennan dag frá árinu 1992 með því markmiði að vekja athygli á ljósmæðrastarfinu og baráttu ljósmæðra fyrir öryggi barnshafandi kvenna um víða veröld. Nánari upplýsingar má sjá á http://www.ljosmaedrafelag.is/ og http://www.internationalmidwives.org/
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar ljósmæðrum stofnunarinnar sem og öðrum ljósmæðrum, til hamingju með daginn.