3. hæðinni bætt við nýbyggingu HSu

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur samþykkt, að 3. hæðinni verði bætt við á nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Hefur Framkvæmdasýslu ríkisins verið falið að sjá til þess, að nauðsynlegri hönnunarvinnu verði lokið sem fyrst svo hægt verði að halda áfram með framkæmdir með sem minnstum töfum.  Með þessari viðbót verður komið til móts við mikla þörf fyrir hjúkrunarrými, hægt verður að bjóða upp á fleiri einbýli og betri möguleikar skapast til að bæta þjónustu við aldraða hjúkrunarsjúklinga á Suðurlandi. 

Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, greindi frá þessu á framboðsfundi stjórnmálaflokkanna hjá Félagi eldri borgara, sem haldinn var í Grænumörk í gær.