
Lyfjafyrirmælakerfið eMed hefur verið innleitt á lyflækningadeild HSU Selfossi. Kerfið er mjög auðvelt í notkun og léttir starfsfólki allt utanumhald um lyfjagjafir og -skömmtun og tryggir öryggi og gæði í lyfjamálum.
Það er fyrirtækið Origo sem sá um innleiðinguna.
Stefnt er að innleiðing kerfisins á sjúkradeildina í Vestmannaeyjum á næstu vikum.
