Heilbrigðisþing 2020

Nú styttist í heilbrigðisþingið 2020, sem haldið verður þann 27. nóvember n.k.  Viðfangsefni þingsins er  mönnun, menntun og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu.

Þingið er liður í vinnu við gerð þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um stofnun sérstaks ráðs á landsvísu um þessi mál. Þingið verður rafrænt og stendur frá kl. 8.30–12.00. Skráning þátttöku fer fram á vefnum heilbrigdisthing.is og þar eru jafnframt upplýsingar um fyrirlesara og aðgengilegar skýrslur sem varða efni þingsins.

Þetta er þriðja heilbrigðisþingið sem ráðherra efnir til í þeim tilgangi að styrkja stoðir  heilbrigðiskerfisins og efla heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Umfjöllunarefnið í ár er í samræmi við óskir og áherslur þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í þinginu í fyrra, samkvæmt niðurstöðu rafrænnar könnunar sem lögð var fyrir gesti þingsins.

 

Sjá nánari umfjöllun um þingið á vef Stjórnarráðs Íslands.