LJÓSAKOT – kaffihús Foss- og Ljósheima Selfossi

Nú geta íbúar Foss- og Ljósheima á HSU, boðið sínum nánustu með sér á kaffihúsið -Ljósakot- sem staðsett er fyrir framan deildina á annari hæð. Starfsfólk deildanna kom þessu á fót í aðdraganda jóla 2019, á föstudögum og þar sem þetta framtak hlaut mikið lof og almenn ánægja var með það, hefur verið ákveðið að hafa þetta á opið fyrsta föstudag í hverjum mánuði framvegis.  Starfsfólk deildanna munu bera hitann og þungann af þessu og verður boðið upp á kaffi og með því, ásamt söng eða upplestri, öllum til ánægjuauka. 

 

Opið verður fyrsta föstudag í mánuði frá kl 14:00 – 16:00.

Skemmtileg tónlistar atriði.

Mætum með fólkinu okkar og njótum saman.