Í byrjun aprílmánaðar 2018, kom þessi ungi herramaður Oliver Darri Vokes ásamt foreldrum sínum og færði ungbarnaverndinni á Heilsugæslu Selfoss ungbarnavigt að gjöf. Ungbarnavigtin er af gerðinni SOEHNLE professional og er notuð í ungbarnaheimavitjunum.
Foreldrum Olivers og honum sjálfum eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.