Í lok október kom sendinefnd frá heilbrigðisyfirvöldum Póllandi í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heimsóknin var á vegum Velferðaráðuneytisins. Að ósk þeirra var farið með gestina á stofnun utan höfuðborgarsvæðisins því áhugi var fyrir því að fræðast um og skoða starfsemi slíkrar stofnunar og varð HSU fyrir valinu. Hópurinn hitti framkvæmdastjórn HSU og fékk kynningu á stofnunni, skipulagi og umfangi starfseminnar í dreifðum byggðum hennar og það góða starf sem þar er unnið í faglegu starfi heilsugæslu, sjúkra- og hjúkrunardeilda HSU. Að auki var þeim kynnt innleiðing þverfaglegs samstarfs í geðheilbrigðisþjónustu HSU, en það er verkefni sem er sérstaklega ætlað fyrir verðandi eða nýorðnar mæður og fjölskyldur þeirra. Anna Guðríður Gunnarsdóttir MSc hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í heilsugæsluhjúkrun, annar af tveim höfundum verkefnisins, sá um kynninguna.
Í lokin var gengið um húsið og það helsta í starfsseminni skoðað. Heimsóknin var afar ánægjuleg og upplýsandi enda gagnlegt að bera saman bækur sínar milli ólíkra landa.