Kvenfélag Selfoss gefur til fæðingadeildarinnar á Selfossi

Nýverið fékk fæðingadeildin á Selfossi heimsókn frá hóp kvenna í Kvenfélagi Selfoss.  Erindið var að afhenta formlega peningagjöf kr. 500.000,- sem gefin var í byrjun árs. 

Gjöfinni hefur þegar verið ráðstafað og keypt var á deildina hægindastóll og sængurföt í fjölskylduherbergi, færanlegt glaðloftstæki, Blue tooth hátalari, pelahitari og hitaketill.  Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir þakkaði kvenfélagskonum innilega fyrir og hafði á orði hversu vel styrkurinn kæmi fyrir deildina.

Kvenfélag Selfoss hefur staðið þétt við bakið á HSU og fært stofnunni margar gjafir í gegnum tíðina.  Slíkur stuðningur er ómetanlegur og verður seint fullþakkaður.

Yfirljósmóðir HSU og formaður Kvenfélags Selfoss