Ungur drengur gefur til HSU í Laugarási

Á myndinni er Úlfur ásamt Önnu Ipsen hjúkrunarstjóra í Laugarási.

Á myndinni er Úlfur ásamt Önnu Ipsen hjúkrunarstjóra í Laugarási.

Þessi ungi og myndarlegi drengur, Úlfur F.S. Ingvarsson, kom nýlega í heimsókn á heilsugæslu HSU í Laugarási og  gaf lækningartæki til stöðvarinnar.  Þetta tæki er notað til lyfjagjafar fyrir börn með öndunarsýkingar og astma.  Starfsfólk heilsugæslunnar í Laugarási er að vonum afar þakklátt og gjöfin mun nýtast mjög vel í starfi stöðvarinnar.   Úlfur fær kærar þakkir fyrir framtakið og óskum við honum og fjölskyldu hans alls hins besta í komandi framtíð.