Hvítasunnusöfnuðurinn gefur leikföng til HSU

Aron Hinriksson forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins ásamt sonum sínum. f.v. Pétur Berg og Hinrik Jarl.

Aron Hinriksson forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins ásamt sonum sínum. f.v. Pétur Berg og Hinrik Jarl.

Forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, Aron Hinriksson kom ásamt ungum aðstoðarmönnum, á skrifstofu HSU á Selfossi í vikunni. Meðferðis hafði hann nokkra kassa af allskyns smáleikföngum, að andvirði 250.000 króna. Þetta er í annað sinn sem Aron kemur með svona gjafir til HSU í aðdraganda jóla og kunnum við honum og öðrum starfsmönnum Hvítasunnukirkjunnar kærar þakkir fyrir. Ómetanlegt að eiga góða að.

 

Leikföngunum verður dreift á allar stöðvar HSU og verða notuð sem verðlaun til barna sem þurfa að koma í heimsókn á einhverjar af heilsugæslunum okkar eða dvelja á öðrum deildum stofnunarinnar.  Allir vita að slíkar heimsóknir geta stundum verið litlu fólki erfiðar og ekki þarf mikið til að fá bjart bros á lítið andlit aftur.