Opinn starfsmannafundur á Selfossi

IMG_5515Opinn starfsmannafundur með framkvæmdastjórn var haldinn á Selfossi mánudaginn 30. nóvember 2015.  Á fundinn mættu um 50 manns.  Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, fór yfir hvað hefur áunnist frá sameiningu stofnanna og hver eru helstu verkefnin framundan.  Hún fór einnig yfir stöðuna í rekstri HSU. Í lok fundarins var boðið upp á umræður með öllum í framkvæmdastjórn. Ákveðið var á fundinum, samhliða fundi sem áður hafði verið haldinn í Vestmannaeyjum fyrr í mánuðinum, að hefja vinnu við að safna saman hugmyndum að snjöllum lausnum í þjónustunni og hugmyndum um hvernig við getum nýtt fjármagn og auðlindir enn betur.