30 ára starfsafmæli

30 ár í VíkÍ dag, verða 30 ár upp á dag frá því að hjónin Helga Þorbergsdóttir og Sigurgeir Már Jensson, tóku sér ferð á hendur frá Akureyri, suður Sprengisand og settust að í Vík.  Þar hafa þau starfað óslitið  sem héraðslæknir og hjúkrunarfræðingur staðarins.

Framkvæmdastjórn HSU þakkar þeim tryggð við stofnunina, dugnað og eljusemi í störfum sínum.  Þau hafa staðið vaktina fyrir íbúa héraðsins og fjölda ferðamanna.  Framlag þeirra til samfélagsins er ómetanlegt.

Okkar bestu óskir um áframhaldandi farsæld.

 

 

Fh. samstarfsfólks HSU

Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU