Fasteignasalan Staður styrkir HSU

Sverrir Sigurjónsson frá Stað og Esther Óskarsdóttir HSU

Sverrir Sigurjónsson frá Stað og Esther Óskarsdóttir HSU

Nýverið kom Sverrir Sigurjónsson einn eigenda Fasteignasölunnar Staðs Selfossi og afhenti Esther Óskarsdóttur framkvæmdastjóra fjármála 260.000 kr.  Upphæðin mun fara í gjafasjóð HSU, sem notaður er til tækjakaupa.

Staður gerði styrktarsamning við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og rennur hluti af hverjum þinglýstum samning hjá Stað fasteignasölu til HSU.  Með þessu vilja þeir hjá Stað láta gott af sér leiða og styðja með þessu myndarlega framtaki sínu við bakið á heilbrigðisþjónustunni í sínu héraði.

 

Stjórn HSU þakkar eigendum hjá Stað fasteignasölu fyrir góðan hug til stofnunarinnar og þennan fjárhagslega stuðning.