Kvenfélög gefa til heilsugæslunnar í Laugarási

1

Formenn kvenfélaganna ásamt Lýð Árnasyni lækni og Ólafíu Sigurjónsdóttur hjúkrunarstjóra

Á dögunum heimsóttu formenn kvenfélaga á svæðinu, heilsugæsluna í Laugarási og færðu stöðinni þrjá súrefnismettunarmæla.  þetta eru Sigrún Símonardóttir, Lára Hildur Þórsdóttir og Jóhanna Vilhjálmsdóttir og eru frá Kvenfélagi Gnúpverja, Kvenfélagi Hrunamannahrepps og Kvenfélagi Skeiðahrepps.

Kvenfélögin hafa verið dugleg að gefa til heilsugæslunnar í gegnum árin og þeim færðar innilegar þakkir fyrir rausnaskapinn.